Fyrsta bikarmót 2022 hjá 12 - 15 ára

Óskar Valdimar Sveinsson og Maron Björgvinsson
Óskar Valdimar Sveinsson og Maron Björgvinsson

Um síðuastu helgi fór fram fyrsta bikarmót SKÍ í flokki 12- 15 ára. Mótið fór fram í Hlíðarfjalli. Okkar hópur var nokkuð laskaður eins og hjá fleiri félögum, þar sem þónokkrir voru í sóttkví og einangrun. Mótið hófst á laugardegi á Stórsvigi, aðstæður voru nokkuð krefjandi bæði fyrir mótshaldara og keppendur. 

Í stórsvigi 12-13 ára enduðu leikar þannig að Maron Björgvinsson lenti í 2 sæti, Óskar Valdimar Sveinsson í 3 sæti og  Ægir Gunnþórsson lenti í 8 sæti.

 

Hjá dömunum var einungis Steinunn Sóllilja Dagsdóttir sem tók þátt hjá okkur og lenti hún  í 17 sæti.

 

Í flokki 14 - 15 ára var aðeins Dagur Ýmir Sveinsson frá okkur, hann endaði í öðru sæti í stórsvigi með brautartímann í seinni ferð.

 

Á sunnudegi stóð til að keppa í svigi í öllum flokkum, en aðstæður voru mjög erfiðar, snjóblinda, lágrenningur og mjög mjúkt skíðafæri. Einungis náðist að klára keppni hjá 12-13 ára stúlkum, en Steinun var veðurtept heima í Skíðadal og gat því ekki tekið þátt. Eftir að stúlkurnar luku keppni var ákveðið að blása aðra flokka af vegna aðstæðna.

Næsta mót hjá krökkunum verður í Bláfjöllum um næstu helgi.