Fyrsta bikarmót vetrarins.

Snjókerfið hefur mallað síðastliðna sólarhringa, enda aðstæður góðar til framleiðslu meðan ekki snjó…
Snjókerfið hefur mallað síðastliðna sólarhringa, enda aðstæður góðar til framleiðslu meðan ekki snjóar.

Um komandi helgi verður fyrsta bikarmót vetrarins í flokkum 12 - 13 ára og 14 - 15 ára haldið í Böggvisstaðafjalli. Það eru skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sem halda mótið. Keppt verður í svigi á laugardag og stórsvigi á sunnudag. Hátt í 80 keppendur eru skráðir til leiks. Aðstæður eru mjög góðar til keppnishalds, þrátt fyrir tíðarfar undanfarnar vikur.

Allar helstu upplýsingar um mótið er að finna hér efst á síðunni undir hlekknum "BIKARMÓT 2019".