Gallakaup fyrir næsta vetur.

Í vor var ákveðið að fyrir næstu skíðavertíð yrði farið út í að kaupa utanyfir galla, jakka og buxur fyrir æfingakrakka og félaga Skíðafélags Dalvíkur. Eftir að hafa borið þetta upp við marga félagsmenn, meðal annars á Andresarleikunum í vor og þá voru flestir á þeirri skoðun að fara út í kaup á veglegri fatnaði en áður. Eftir fyrirspurnir hjá þeim aðilum sem selja slíka galla var ákveðið að versla við sömu framleiðendur og seldu okkur stórsvigsgallana en þeir eru frá Beyondx. Nú er komið að því að panta gallana en því þarf að vera lokið fyrir 16. sept. Stefnt er að afhendingu í desember. Tekið verður við pöntunum dagana 12, 13 og 14 sept í milli kl. 18 og 21. og Sunnudaginn 16.september milli kl. 16 og 20 í Bjarkarbraut 21, hjá Höbbu og Óskari. Gallarnir eru í barnastærðum frá 120 til 170 og fullorðinsstærðum frá xs til xxl og eru flestar stærið til mátunnar. Eins og áður kom fram er um að ræða vandaðan fatnað og því er kostnaðurinn töluverður en unnið er að því að fá aðila til þess að greiða fötin niður. Þegar hefur einn aðili komið veglega að niðurgreiðslu og eru verðin miðuð við það, 27.000 fyrir barnastærðirnar og 33.000 fyrir fullorðinsstærðirnar. Góðar líkur eru á frekari niðurgreiðslum. Ekki verður hjá því komist að greitt sé inn á þegar pantað er og ákveðið er að greiða þurfi 13.500 fyrir barnastærðir og 16.500 fyrir fullorðinsstærðir. Hægt verður að greiða með korti og er verið er að kanna möguleika á því að skipta greiðslum í þrennt ef greitt er með visa. Það verður komið í ljós á miðvikudag. Hægt er að skoða útlit gallans með því að smella á linkinn hér að neðan, merkt Gallar. Það er von okkar að sem flestir nýti sé þennan möguleika. Skíðafélag Dalvíkur. Foreldrafélag Skíðafélags Dalvíkur. [link="/gallar/j4_no.htm"]Gallar[/link][link="/gallar/no_p3.htm"][/link]