Gjöf frá Lions klúbbunum í Dalvíkurbyggð

F.v.
Gunnar Árni Jónsson, formaður Lionsklúbbsins Hræreks, Símon Páll
Steinsson, gjaldkeri Lionskl…
F.v.
Gunnar Árni Jónsson, formaður Lionsklúbbsins Hræreks, Símon Páll
Steinsson, gjaldkeri Lionsklúbbs Dalvíkur, Gerður Olofsson og frá
Lionsklúbbnum Sunnu, Hafdís Björgvinsdóttir, Anna Hafdís Jóhannesdóttir
gjaldkeri og Hólmfríður Skúladóttir, formaður.

Skíðafélagi Dalvíkur barst um daginn ómetanleg gjöf um daginn þegar Lionsklúbbarnir
Hrærekur á Árskógssandi, Sunna á Dalvík og Lionsklúbbur Dalvíkur gáfu félaginu andvirði
300.000 króna fyrir nýjum sjúkraflutninga börum. Nýju börurnar eru sérhannaðar fyrir
skíðasvæði og eru mun auðveldari í meðförum en þær gömlu og geta stytt viðbragðstíma
töluvert. Við erum ómetanlega þakklát fyrir það góða starf sem Lions vinnur og vonum í 
leiðinni að þessi gjöf verði nýtt sem minnst, það að segja að sem fæstir slasi sig á skíðum í
framtíðinni :-)
Kærar þakkir frá okkur í Skíðafélagi Dalvíkur.