Glæsilegu Jónsmóti lokið.

Um helgina hefur fjöldi manns skemmt sér í fjallinu hjá okkur við bestu aðstæður. Jónsmótið hófst á föstudagskvöldið með stórsvigi hjá 9-13 ára. Óhætt er að segja að aðstæður hafi allar verið hinar bestu, logn, -°0°C og þegar líða tók á kvöldið var kveikt á norðurljósunum sem böðuðu sig á himni, gestum til mikillra gleði. Keppni lauk á föstudagskvöld um kl 10:00.

Á laugardagsmorgni tók sólin á móti gestum, hitastig um -8C° og lognið enn heima hjá sér (þ.e. í Böggvisstaðafjalli). Keppni gekk mjög vel, enda allir mjög peppaðir í daginn. Byrjað var á flokki 11-13 ára í svigi. Þeirri keppni lauk um kl 13:30, og þá tóku 9-10 ára flokkurinn við og renndi sér í stubbabraut.

Deginum lauk svo á sundkeppni og verðlaunaafhendingu í Íþróttamiðstöðinni. Óhætt er að segja að allt hafi gengið upp, og vill mótsstjón koma þakklæti til keppenda, farastjóra og foreldra fyrir gott samstarf.

Velkomin að ári en þá verður Jónsmót haldið 8.-9. mars 2019.