25.01.2008
Skíðasvæðið hér á Dalvík var opnað formlega 1. desember og hefur verið opið 38 daga af 53 mögulegum. 18. desember var í raun síðasti dagurinn á árinu 2007 sem var opið því veðrið var okkur frekar óhagstætt, svæðið var síðan opnað aftur 2. janúar 2008. Snjóframleiðsla hófst á svæðinu 17. nóvember og hefur verið framleiddur snjór síðan í hvert skipti þegar aðstæður hafa verið fyrir hendi, þökk sé 12 fyrirtækjum sem styrkja framleiðsluna. Án þessara aðila værum við ekki með jafn góðar aðstæður og eru nú á skíðasvæðinu.
Þessir aðilar eru: Samherji sem gekk lengst og sá til þess að svæðið opnaði 1. des en þessa dagana eru það KEA, Saga Capital, VIS, Norðurströnd á Dalvík, Höldur, Katla, Tréverk, Samkaup, Sparisjóður Svarfdæla, Samhentir umbúðalausnir, Ásprent sem framleiða snjóinn. Þessir aðilar eiga sérstakar þakkir skyldar fyrir rausnarskapinn.