Góðar aðstæður í fjallinu.

Myndina tók Sveinn Torfason einn af þjálfurum félagsins á kvöldæfingu sl.miðvikdag.
Myndina tók Sveinn Torfason einn af þjálfurum félagsins á kvöldæfingu sl.miðvikdag.

Þrátt fyrir hamfaraveður sl. helgi þar sem að hiti fór upp í +14°C ásamt bæði ringingu og roki hefur starfsmönnum skíðasvæðisins tekist að koma svæðinu í mjög gott stand aftur. Flestar leiðir eru opnar, þó svo að utan slóða geti verið hart og óslétt færi. 

Veðurspár gera ráð fyrir snjókomu um helgina og vonumst við til að það standi og fögnum ef svo verður.

Skíðasvæðið verður opið frá kl 11:00-16:00 bæði laugardag og sunnudag.

Fylgist með opnun og aðstæðum hér á síðunni, og facebooksíðu svæðisins.