Gott skíðafæri í dag.

Það er óhætt að segja skíðafólk hafi tekið vel við sér þegar skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opnaði kl. 16:00 í dag. Það voru fjölmargir sem renndu sér við ágætar aðstæður á skíðasvæðinu og naut brettafólkið sín vel í púðursnjónum en hér hefur snjóað í logni síðustu daga og er jafnfallin snjór um 50 sentimetrar. Stefnt er að því að hafa opið virka daga milli kl. 16:00 og 19:00 á meðan aðstæður leyfa en eins og áður hefur komið fram þá verða daglegar upplýsingar um opnun og aðstæður í síma 8781606. Nægur snjór er í efri lyftunni og verður hún gerð klár á næstu dögum þannig að hægt verði að opna hana. Nú er bara að vona að veðrið verði til friðs og hlákuspár rætist ekki en hvað sem því líður þá teljum við að það sé það mikill snjór í fjallinu að við þolum nokkurra daga hlýindi.