Guðni Berg annar í svigi í Bláfjöllum.

Verðlaunahafar í flokki 16-17 ára.
Verðlaunahafar í flokki 16-17 ára.

Um sl. helgi fóru fram tvö svigmóti í Bikarkeppni SKÍ, mótin voru einnig FIS mót. Keppt var í Bláfjöllum við ágætar aðstæður. Okkar maður Guðni Berg gerði fína ferð og endaði annar í báðum mótum, aðeins hársbreidd frá sigurvegaranum í flokki 16-17 ára. Fyrir mótin fékk Guðni um 123 FIS stig sem er bæting hjá honum á FIS-lista.Næstu verkefni hjá Guðna eru Atomic-cup og Skíðamót Íslands, en óvitað er hvar mótin verða keyrð þar sem víða á landinu eru aðstæður erfiðar til mótahalds.