Guðni Berg í fyrsta og öðru í Bláfjöllum

Guðni Berg á bikarmóti á heimavelli 2018
Guðni Berg á bikarmóti á heimavelli 2018

Laugardaginn 2 febrúar sl. var keyrt fyrsta bikarmót SKÍ í flokkum 16 ára og eldri. Keppt var í tveimur svigum. Var þetta fyrsta bikarmót Guðna Bergs í þessum flokki. Aðsæður voru frekar erfiðar enda lítill snjór í Bláfjöllum. Guðni lenti í öðru sæti í flokki 16-17 ára á fyrra mótinu, en sigraði það seinna. 

Næsta verkerfni hjá Guðna Berg er stórsvigsmót í Oddskarði 23. og 24 febrúar nk. 

Þess má geta að öll bikarmót SKÍ eru einnig FIS mót og á lista er Guðni núna með 135.45 FIS-stig í svigi og 220.50 FIS-stig í stórsvigi.