Guðni Berg á fleygiferð á UMÍ 2017
Eins og undanfarin ár var firmakeppnin haldin annan í páskum. Þetta árið í blíðskapar veðri við góðar aðstæður. Það er alltaf mikil stemning í fjallinu þegar firmakeppnin fer fram, enda skemmtilegt mót. Fyrirkomulagið er þannig að keppendum er raðað upp með forgjafar-fyrirkomuagi þannig að yngstu keppendur hefja keppni í 8 porti og svo koll af kolli upp í port 1, en sú nýung var í ár að keppendum 45 ára og eldri voru trappaðir niður í forgjafar-formúlunni þannig að 76 ára og eldri hefja leik í porti 8. Með þessu móti verður keppnin æsi spennandi og sannarlega var hún spennandi í ár.
Leikar enduðu svo að í 4 liða úrslit kepptu
Markús Máni Pétursson sem keppti fyrir Marúlf og Andrea Björk Birkisdóttir sem keppti fyrir Sjúkraþjálfun Sveins Torfasonar - Markús sigraði og hafnaði því í 3 sæti.
Um fyrsta og annað sæti kepptu svo
Barri Björgvisson (einn af yngstu keppendunum í ár) sem keppti fyrir EB og Guðni Berg Einarsson sem keppti fyrir Vélvirkja - keppnin var mjög spennandi og réðust úrslit á síðustu metrunum, þar sem Guðni hafði betur og sigraði því keppnina í ár, og þannig varði titilinn frá því í fyrra.
Hér fyrir neðan má svo sjá lista yfir þau fyrirtæki sem tóku þátt í ár og vill mótanefnd koma þakklæti til allra styrktaraðila mótsins.
| Sjúkraþjálfun Sveins Torfasonar |
| Ingimar Sjúkraþjálfari |
| Samherji, Dalvík |
| ASSI ehf |
| Þau bæði ehf |
| Bergmenn - mountain guides |
| Arctic heli skiing |
| BHS ehf |
| Bruggsmiðjan Kaldi |
| Daltré ehf |
| EB ehf. |
| Ektafiskur |
| Flæðipípulagnir ehf |
| Hafnarsjóður / Dalvíkurbyggð |
| Hárverkstæðið |
| Híbýlamálun |
| Húsasmiðjan |
| Katla ehf |
| Marúlfur |
| Miðlarinn |
| Sæplast Iceland |
| Salka - Fiskmiðlun |
| Snorrason Holding - Dalpay |
| Landsbankinn, Dalvík |
| Sportvík ehf |
| Sundlaug Dalvíkur |
| Steypustöð Dalvíkur |
| Tomman |
| Tréverk |
| Vélvirki |
| Þernan fatahreinsun |
| Blágrýti |
| iTub |
| Ingvi Óskarsson ehf |
| Húsabakki gistihús |