Haustverkin komin á fullt

Þá eru haustverkin komin á fullt, helstu verkefni haustsins eru að 
bæta við fleiri snjógirðingum og sinna hefðbundnu viðhaldi á lyftum
og eldri snjógirðingum.
Það er talsverð fjárfesting falin í því að reisa snjógirðingarnar en
þegar góðir aðilar gera vel auðveldar það verkið mikið.

Snillingarnir hjá EB verktökum styrkja verkefnið rausnarlega
ásamt því að Húsasmiðjan og Ferro Zink taka vel undir með 
okkur. Kærar þakkir fyrir okkur.