Hörður Finnbogason nýr svæðisstjóri.

Hörður Finnbogason, svæðisstjóri.
Hörður Finnbogason, svæðisstjóri.

Við kynnum til leiks nýjan starfsmann Skíðafélagsins sem gegnir stöðu svæðisstjóra í Böggvisstaðafjalli. Hörður Finnbogason er giftur Freydísi Hebu Konráðsdóttur frá Ólafsfirði. Eiga þau drengina Arnar Helga 10 ára og Óðinn Helga 7 ára.
Hörður er ferðamálafræðingur að mennt og hefur unnið 6-7 vetur í Hlíðarfjalli sem lyftuvörður, skíðagæslumaður, troðslumaður, skíðakennari, í snjóframleiðslu, svæðisstjóri og aðstoðað við viðhald.
Þá er hann einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Aurora Reykjavik sem er Norðurljósasetur á Grandanum og hefur víðtæka reynslu í sölu og markaðsmálum í ferðaþjónustunni.

Hörður er ráðinn sem heilsársstarfsmaður og mun sjá um daglegan rekstur á skíðasvæðinu, ásamt öllu hinu sem fellst í að reka og stjórna skíðasvæði allt árið. Hægt er að ná í Hörð í síma 820-1658, eða tölvupóst: hordur@skidalvik.is

Bjóðum við Hörð velkominn til starfa og hlökkum til samstarfsins.