Jakob Helgi sigraði stórsvigið í dag

Jakob Helgi Bjarnason Skíðafélagi Dalvíkur sigraði í stórsvigi drengja á Bikarmóti SKI og Slippsins sem fram fór í dag á Skíðasvæðinu á Dalvík. Jakob sem er á yngra ári skíðaði af öryggi og sigraði þrátt fyrir að vera meiddur á hendi. Við óskum honum til hamingju með sigurinn.