Jóhanna og Torfi Bikarmeistarar eftir "mótamars 2023"

Þátttakendur SkíDalvík í 12-13 ára flokki á bikarmóti Dalvík.
Þátttakendur SkíDalvík í 12-13 ára flokki á bikarmóti Dalvík.

Undanfarnar vikur hafa verið mjög annasamar hjá SkíDalvik, en vegna erfiðra snjóskilirða á landinu röðuðust öll mót vetrarins á helgarnar í mars. Mánuðurinn byrjaði á Jónsmóti hér á Dalvík, en mótið gékk mjög vel og aðstæður nokkuð góðar. 

Þá tók við Bikarmót á Akureyri hjá 12 - 15 ára krökkunum þangað fóru 11 keppendur frá Skíðafélaginu.

Næstu helgi þar á eftir var komið að okkur að halda bikarmót. Á Dalvík mættu 103 keppendur af öllu landinu, en á sama tíma fóru þeir félagar og frændur Torfi og Dagur í Bláfjöllin og kepptu á fjórum FIS/ENL mótum.

Um síðustu helgi fór svo unglingameistaramótið hjá 12-15 ára fram í Bláfjöllum við flottar aðstæður þó svo að snjóalög hafi verið vel undir meðallagi. 

Þessa helgina enduðum við svo vertíðina hjá fullorðinsflokk en Skíðamót Íslands fór fram hér á Dalvík í samvinnu með Akureyringum. Aðstæður voru krefjandi en mótið gékk mjög vel í alla staði.

 

Það er óhætt að segja að okkar fólk hafi staðið sig með sóma í þessari mótatörn, en helstu úrslit meistaramótana eru eftirfarandi.

 

Bikarmeistari SKÍ 12-13 ára stúlkur: Jóhanna Skaftadóttir

Bikarmeistari SKÍ 16-17 ára drengir Torfi Jóhann Sveinsson

 

2 sæti Bikarkeppni SKÍ Fullorðinsflokkur: Torfi Jóhann Sveinsson

2 sæti Svig SMÍ 16-17 ára: Torfi Jóhann Sveinsson

3 sæti Stórsvig SMÍ 16-17 ára: Torfi Jóhann Sveinsson 

2 sæti alpatvíkeppni SMÍ 16-17 ára: Torfi Jóhann Sveinsson

2 sæti stórsvig SMI 16-17 ára: Esther Ösp Birkisdóttir

 

3 sæti Stórsvig UMÍ 14-15 drengir: Maron Björgvinsson

3 sæti alpatvíkeppni UMÍ 14-15 ára drengir: Maron Björgvinsson

3 sæti samhliðasvig UMÍ 14-15 ára drengir Maron Björgvinsson

3 sæti svig UMÍ 14-15 ára drengir Óskar V Sveinsson

4 sæti svig UMÍ 12-13 ára stúlkur Jóhanna Skaftadóttir

4 sæti stórsvig UMÍ 12-13 ára stúlkur Jóhanna Skaftadóttir

3 sæti alpatvíkeppni UMÍ 12-13 ára stúlkur Jóhanna Skaftadóttir

2 sæti samhliðasvig UMÍ 12-13 ára drengir Arnór Darri Kristinsson

3 sæti samhliðasvig UMÍ 12-13 ára drengir Úlfur Berg Jökulsson

Jóhanna Skaftadóttir, bikarmeistari í flokki 12-13 ára

Torfi Jóhann Sveinsson, bikarmeistari 16-17 ára drengja 

UMÍ hópur Skídalvik

12-13 ára drengir á bikarmóti Hlíðarfjalli

Jóhanna Skafta með sigur á bikarmóti í Hlíðarfjalli

14-15 ára drengir á Bikarmóti í Hlíðarfjalli

Maron Björgvinsson, 3 sæti UMÍ stórsvig

Óskar Valdimar Sveinsson, 3 sæti UMÍ svig

Arnór Darri Kristinsson (2)og Úlfur Berg Jökulsson (3) í flokki 12-13 ára Samhliðasvig.