06.03.2006
Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason sem var einn af stofnendum félagsins. Mótið fer fram dagana 11. og 12. mars n.k.
Mótið er ætlað 9-12 ára börnum alls staðar af landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt verður í stórsvigi (hefðbundið 9-12 ára) 50 metra bringusundi (11-12 ára) og svigi (hefðbundið 9-12 ára). Vegleg verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hvorum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, stórsvig/sund. Mótsgjald verður krónur 1500 á keppanda.
Þetta er í níunda skipti sem minningarmót um Jón Bjarnason er haldið (það féll niður í fyrra vegna snjóleysis) en það hefur tekist mjög vel og vakið mikla hrifningu þeirra sem hingað hafa komið og tekið þátt. Það er von okkar að nú takist vel til sem áður og að mótið verði skemmtilegur árlegur viðburður sem börn á þessum aldri hlakka til að taka þátt í.
Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og eigi hér á Dalvík góða og skemmtilega helgi.
DRÖG AÐ DAGSKRÁ
Laugardagur 11. mars:
Kl. 10: 00 - Start - stórsvig
Kl. 13: 30 - Start - sund í Sundlaug Dalvíkur
(farastjórahóf að lokinni keppni)
Sunnudagur 12. mars:
Kl. 10: 00 - Start - svig
Verðlaunaafhending og mótsslit að lokinni keppni á sunnudag.
Ath. betri ferð í stórsvigi gildir í tvíkeppninni sund/stórsvig.
Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá ef þörf krefur.
ÞÁTTTÖKUTILKYNNINGAR ÞURFA AÐ BERAST Í SÍÐASTA LAGI MIÐVIKUDAGINN 8. MARS MEÐ TÖLVUPÓSTI Á NETFANG: skidalvik@skidalvik.is EÐA Í FAX 4661096. EINNIG TEKUR JÓHANN BJARNASON VIÐ SKRÁNINGUM Í SÍMA 8663467
Frekari upplýsingar fram að móti gefur Jóhann Bjarnason í síma 866-3467 eða Valdís Guðbrandsdóttir í síma 466-1136 og valdis@dalvikurskoli.is
Upplýsingar um gistingu eru gefnar í síma 466-1010.
Bestu kveðjur, Skíðafélag Dalvíkur