Jónsmót- minningarmót um Jón Bjarnason

5.-6. MARS 2011 Dalvík 27. febrúar 2011 Skíðafélag Dalvíkur boðar til árlegs skíðamóts með sundívafi sem haldið er til minningar um Jón Bjarnason, sem var einn af stofnendum félagsins. Mótið fer fram dagana 5.- 6. mars n.k. Það er ætlað 9-12 ára börnum af öllu landinu. Keppni er að hluta til með óhefðbundnu sniði, keppt verður í stórsvigi (1 umferð), 25 metra bringusundi og svigi (2 umferðir). Verðlaun verða veitt fyrir hverja grein í hverjum aldursflokki og einnig verða verðlaun fyrir tvíkeppni, þ.e. stórsvig/sund. Mótsgjald er 3.000 krónur á keppanda, innifalið í mótsgjaldi eru lyftugjöld fyrir keppendur og aðgangur í sundlaugarpartý. DAGSKRÁ Föstudagur 4. mars Kl. 20:00 Fararstjórafundur í Brekkuseli, afhending númera Laugardagur 5. mars Kl. 10:00 Brautarskoðun 11-12 ára Kl 11:00 Fyrri ferð svig 11-12 ára, seinni ferð verður farin strax að lokinni fyrri ferð Kl. 11:30 Brautarskoðun 9-10 ára Kl. 12:30 Fyrri ferð svig 9-10 ára, seinni ferð verður farin strax að lokinni fyrri ferð Kl 19-21 Sundlaugarpartí í Sundlaug Dalvíkur, afhending rásnúmera fyrir stórsvig. Sunnudagur 6. mars: Kl. 09:00 Brautarskoðun 11-12 ára Kl. 10:00 Start-stórsvig 11-12 ára Kl. 10:00 Brautarskoðun 9-10 ára Kl. 11:00 Start stórsvig 9-10 ára Kl. 13:00 Start sund Kl. 15:00 Verðlaunaafhending Veitingar, verðlaunaafhending og mótsslit í andyri Íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar (Sama húsnæði og sundlaugin er í) að móti loknu. Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta og eigi hér á Dalvík góða og skemmtilega helgi. Þátttöku skal tilkynna á netfangið jonsmot@gmail.com fyrir fimmtudaginn 4. mars n.k. ATH skrá þarf nafn, aldur og félag keppenda. Ef frekari upplýsinga er óskað þá er hægt að senda tölvupóst á netfangið jonsmot@gmail.com Bestu kveðjur, Skíðafélags Dalvíkur