Jónsmót nálgast.

Um helgina verður mikil hátíð í fjallinu hjá okkur, en við reiknum með að fá í heimsókn um 200 hress og kát börn á aldrinum 9 -13 ára ásamt þjálfurum, foreldrum og áhangendum. Því má gera ráð fyrir miklu fjöri í fjallinu.
Keppni hefst á föstudag kl 19:15 (skoðun 18:30) en þá verður keppt í Stórsvigi þar sem keppendur renna sér eina ferð. Gert er ráð fyrir að keppni standi fram eftir kvöldi.
Það hefur verið hefð fyrir því að kveikja upp í kyndlum sem raðað er við jaðar brekkunnar þegar rökkva fer og býr til mjög skemmtilega stemningu í fjallinu.
Boðið verður upp á kakó og bakkelsi á skaflinum.

Hægt verður að fylgjast með gangi mála í fjallinu á útvarpsrásinni FM 102.3

Á laugardag er svo keppt í Svigi og seinnipartinn spreyta krakkarnir sig svo í sundinu. 

Að lokinni sundkeppni á laugardag verður svo verðlaunaafhending í Íþróttamiðstöðinni.

Dagskránna má sjá  hér fyrir neðan.

Ráslistar munu verða settir inn á facebook síðu mótsins í kvöld (fimmtudag 8.3)

https://www.facebook.com/Jonsmot.skidalvik/