Konukvöld á skíðasvæðinu í kvöld.

Í kvöld verður konukvöld á skíðasvæðinu á Dalvík. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá verður og eru allar konur, nær og fjær, hvattar til að mæta á svæðið sýna sig og sjá aðrar frábærar konur. Þegar hafa fjölmargar konur skráð sig og stefnir í mjög góða þátttöku. Skráning er hjá Heiðu Hilmarsdóttur í síma 849 9939 eða á netfanginu heida@norfish.is.