13.01.2004
Skíðasamband Íslands hefur valið þrjá þáttakendur til að taka þátt í Heimsmeistaramóti Unglinga í alpagreinum sem að fram fer í Maribor í Slóveníu 8-16 febrúar næst komandi.
Keppendurnir eru:
Guðrún Jóna Arinbjarnardóttir úr Víkingi Reykjavík.
Guðrún Jóna hefur verulega bætt stöðu á heimslista alþjóða skíðasambandsins, FIS, á árinu. Í upphafi keppnistímabilsins var hún í 1196. sæti í stórsvigi en er á nýjasta heimslistanum í 533. sæti og þar af í 68.sæti í sínum aldursflokki.
Í svigi var hún í 777.sæti í upphafi tímabils en er núna í 629. sæti þarf í 96. sæti í sínum aldursflokki.
Guðrún Jóna er fædd 1986 hún stundar nám og æfingar við skíðamenntaskóla í Oppdal í Noregi.
Kristinn Ingi Valsson Skíðafélgai Dalvíkur
Kristinn Ingi hefur verið í stöðugri sókn en hann er nú í 545. sæti á heimslista alþjóða skíðasambandsins, FIS, í svigi og í 634. í stórsvigi.
Kristinn Ingi er í 44. sæti í svigi og í 46. sæti í stórsvigi í sínum aldursflokki.
Kristinn Ingi er fæddur 1985 hann stundar nám og æfingar við skíðamenntaskóla í Oppdal í Noregi.
Kristján Uni Óskarsson Skíðafélagi Ólafsfjarðar
Kristján Uni er í dag í 215.. sæti í risasvigi á heimslistanum þarf af er hann í 12 sæti í sínum aldursflokki, hann er í 231. í svigi þarf af 21 sæti í sínum aldursflokki. Í stórsvigi er hann í 518. sæti og þar af í 55 sæti í sínum aldursflokki.
Kristján Uni er fæddur 1984 hann stundar æfingar undir stjórn James Dunlop landsliðsþjálfara SKÍ.