27.04.2005
Á morgun fimmtudaginn 28 apríl verður Útilíf með kynningu á skíðabúnaði frá Rossingnol í Brekkuseli og hefst hún kl 17:00.
Við hvetjum alla sem ætla að fá sér nýjan skíðabúnað fyrir næsta vetur á kynna sér hvað er í boði. Með því að panta skíðabúnað nú í vor fæst verulegur afsláttur af öllum skíðabúnaði frá Útilíf.
Stefnt er að því að þeir frá Útilífi verði einnig í Brekkuseli á lokahófi eldra liðsins á föstudag sem hefst kl.19:00.
Þá minnum við á lokahófið hjá 5.bekk og yngri (Leiktíma, 2.-3.bekkjar og 4.-5.bekkjar)sem verður á morgun fimmtudaginn 28.apríl og hefst það kl.17:30 og verður til kl. 19:30.