06.04.2006
Í kvöld fimmtudaginn 6. apríl, kl. 20:00 verður kynning í Brekkuseli á Atomic skíðum, skíðaskóm og öðrum skíðavörum fyrir næsta vetur. Norðlensku Alparnir á Akureyri eru með umboð fyrir Atomic og mun Guðmundur Sigurjónsson mæta á staðinnn. Með því að panta búnaðinn fyrirfram fæst verulegur afsláttur og eru þeir sem eru að hugsa um nýjan búnað fyrir næsta vetur hvattir til að panta búnað fyrir fram. Kynningin er opin öllum. Ganga verður frá pöntunum í síðasta lagi laugardaginn 8. apríl.