Líf og fjör í fjallinu.

Nemendur, kennarar og aðstoðarfólk fyrstu bekkinga.
Nemendur, kennarar og aðstoðarfólk fyrstu bekkinga.

Óhætt er að segja að mikið líf og fjör hafi verið í fjallinu undanfarna daga og vikur. Dalvíkurskóli hefur haldið útivistardaga hjá miðstigi og elsta stigi í frábæru veðri og aðstæðum. Í gær hófst svo samstarfsverkefi Skíðafélagsins og grunnskóla Dalvíkurbyggðar "1bekkur á skíði". En þá koma nemendur úr fyrsta bekk í leikfimistímanum á skíði ásamt kennurum sínum. Félagið skaffar búnað fyrir þá sem ekki eiga, og aðstoð við kennslu. 

Milil gleði var í hópnum og allir ánægðir með að renna sér.