Líf og fjör í fjallinu um páskana.

Yngsta kynslóðin spreytti sig í þrautabraut og fékk páskaegg að loknu móti.
Yngsta kynslóðin spreytti sig í þrautabraut og fékk páskaegg að loknu móti.

Þá fer að líða á seinnihluta skíðapáskanna hjá okkur í Böggvisstaðafjalli. Óhætt er að segja að fjallið hafi verið iðandi af fólki alla páskadaganna, enda hafa allir fundið eitthvað við sitt hæfi í brekkunum. Veðrið hefur leikið við okkur og aðstæður allar hinar bestu til skíðaiðkunnar. 

Í dag lokum við dagskránni með árlegri firmakeppni Skíðafélagsins, en hún hefst kl 13:00. Skráning og númeraafhending verður í Brekkuseli frá kl 12:30 og eru keppendur beðnir um að mæta stundvíslega. 

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá því um páskanna, takk fyrir komuna og sjáumst hress í brekkunni.

María Aðalrós var dregin út á furðufatadeginum og hlaut glæsilegt páskaegg í verðlaun

Þessi stórfjölskylda lét sig heldur ekki vanta á furðufatadaginn.

Aron og félagar slógu í nokkur lög í Brekkuseli við góðar undirtektir

Yngsta kynslóðin tók svo þátt í páskaeggjamóti