16.05.2005
Lokahóf 13 ára og eldri var haldið samhliða lokahófi 11-12 ára föstudaginn, 29.apríl. Hjá Skíðafélaginu eru 12 keppendur sem æfa hjá þrem mismunandi félögum: á Dalvík, afreksliði SKA og Landsliðinu. Afhentir voru 6 bikarar til eftirfarandi aðila:
AFREKSBIKARINN Björgvin Björgvinsson
Björgvin fer nú að vera áskrifandi af þessum bikar en er vel að honum kominn. Hann æfði mjög vel í sumar og haust sem sýndi sig greinilega á árangri hans í vetur. Björgvin er Íslandmeistari karla í stórsvigi og varð annar í sviginu. Helstu afrek hans á alþjóðlegum mótum í vetur eru:
5.sæti í svigi í Slóveníu 4.sæti í stórsvigi á meistaramót Króata
2.og 6.sæti í svigi á Króknum 2.sæti í stórsvigi á Króknum
4.og 5.sæti í svigi í Bandar. 5.og 6.sæti í stórsvigi í Bandaríkjunum
Til gamans má geta að Björgvin var með besta tímann eftir fyrri ferð í fyrsta svigmótinu sínu í Bandaríkjunum núna í apríl.
FRAMFARABIKARINN Kristján Eldjárn
Þetta er þriðji veturinn sem Kristján æfir skíði og hefur hann sýnt gríðarlegar framfarir á þessum tíma. Þar sem ég hef ekki myndband ykkur því til staðfestingar er rétt að skoða úrslit móta milli ára. Á Andrésar Andarleikunum í fyrra í flokki 12 ára drengja var Kristján 40 sek. á eftir fyrsta manni í svigi og 37 sek. á eftir fyrsta manni í stórsvigi. Á fyrsta Bikarmóti 13-14 ára í vetur sem haldið var á Dalvík var hann aðeins 9 sek. á eftir fyrsta manni í stórsvigi og það á yngra ári og aðeins 18 sek. á eftir fyrsta manni í svigi á Unglingameistaramóti Íslands sem haldið var á Siglufirði.
DUGNAÐARBIKARINN Þorbjörg Viðarsdóttir
Þorbjörg er dugnaðarforkur og hefur sýnt gríðarlegan áhuga í vetur. Hún er undantekningarlaust mætt fyrst á æfingar og þegar æfingarnar eru á enda heyrist yfirleitt frá henni "má ég ekki fara eina ferð enn". Þegar félagarnir fara t.d. 6 ferðir fer Þorbjörg 8 ferðir og ef boðið er upp á að mæta frá 1 til 3 tímum, æfir hún í 3 tíma. Þorbjörg er því vel að þessum bikari kominn.
ÓVÆNTASTA AFREKIÐ Kristinn Ingi Valsson
Dandi slasaðist í desember en komst vel á skrið nú í lok vetrar. Hann varð í 2.sæti í stórsvigi á Skíðamóti Íslands og stórbætti punktastöðu sína í stórsvigi á FIS mótum í Bandaríkjunum nú í apríl. Næsti alþjóðapunktalisti FIS kemur út á Sunnudaginn og á honum hefur þá Dandi lækkað sig um rúm 100 sæti á heimslistanum í stórsvigi frá því í byrjun skíðatímabilsins.
ÁSTUNDUNARBIKARINN Sóley Guðbjörnsdóttir
Sóley hefur mætt mjög vel í allan vetur, sýnt mikinn áhuga og blómstrað á mótum vetrarins.
VINSÆLASTI KEPPANDINN Kristinn Ingi Valsson
Valinn af keppendum ...