24.08.2005
Eins og áður hefur komið fram er karlalandsliðið í alpagreinum við æfingar og keppni í Ástralíu þessa dagana. Björgvin keppti í stórsvigi í Mt. Hotham í nótt á meðan Kristján Uni, Kristinn Ingi og Sindri Már voru við æfingar í svigi.
Björgvin lenti í öðru sæti á tímanum 2:00,25 og náði besta tímanum í seinni ferð en Luke Dean frá Ástralíu sigraði á tímanum 2:00,11. Fyrir árangurinn fær Björgvin um 15,57 FIS punkta en áður hafði hann best náð 26,76 punktum í stórsvigi. Björgvin keppir aftur í stórsvigi í nótt og allt liðið í svigi á aðfaranótt föstudags. Á þessum tíma árs eru æfingar í forgang fyrir liðið og lofar þessi árangur því góðu fyrir veturinn.