Meistaramót 11-12 ára 2012

Meistaramót í flokki 11-12 ára flokki barna verður haldið í Bláfjöllum af Breiðablik daganna 3.-4.mars nk. Keppt verður á laugardeginum í svigi og í stórsvigi á sunnudeginum. Nánari upplýsingar um meistaramótið koma frá Skíðafélagi Dalvíkur á næstu dögum hér á síðuna. Æfingabúðir í teingslum við meistaramótið. Jafnframt stefnir Skíðadeild Breiðabliks á að bjóða upp á æfingabúðir fyrir 9-12 ára iðkendur á fimmtudegi og föstudegi fyrir mót ef næg þátttaka næst. Barnamót fyrir 6-10 ára sömu helgi. Samhliða mótinu mun Skíðadeild Breiðabliks halda barnamót fyrir börn á aldrinum 6-10 ára af öllu landinu. Í flokki 6-8 ára verður boðið upp á leikjabraut á laugardeginum og á sunnudeginum verður keppt í stórvigi.