Meistaramót 11-12 ára, æfingabúðir 9-12 ára og mót fyrir 6-10 ára í Bláfjöllum.

Meistaramót í flokki 11-12 ára verður haldið í Bláfjöllum 3.-4.mars nk. Skíðafélag Dalvíkur hefur ákveðið að taka þátt í helming kostnaðar þeirra sem ákveða að fara. Stefnt er að því að þeir sem fara gisti saman í Bláfjöllum en nánaði upplýsingar um það koma síðar. Keppt verður á laugardeginum í svigi og í stórsvigi á sunnudeginum. Þeir sem hafa áhuga á því að fara á mótið eru beðnir að senda Marsibil Sigurðardóttir póst á marsibil@simnet.is fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 22. Febrúar. Í framhaldi af því verður sendur póstur á þá sem ætla að fara á mótið með upplýsingum um kostnað og annað fyrirkomulag. Skíðadeild Breiðabliks áætlar að bjóða upp á æfingabúðir fyrir 9-12 ára iðkendur fimmtudaginn 1. mars og föstudaginn 2. mars ef næg þátttaka færst. Æfingin kostar 12.000 krónur fyrir hvern þátttakenda og verður undir stjórn Sigurðar Nikulássonar yfirþjálfara barnaflokka Skíðadeildar Breiðabliks. Gist verður í Breiðabliksskála og innifalið í búðunum er eftirtalið: Skíðaþjálfun í tvo daga, gisting, fullt fæði og akstur frá flugvelli eða BSÍ upp í Bláfjöll fyrir börn utan af landi ef þess er óskað. Þeir sem hafa áhuga á að fara á æfinguna skrá sig sjálfir á hana og ferðast á eigin vegum. Sigurður Nikulásson gefur nánari upplýsingar og er hægt að hafa samband við hann á netfangið sigurdur@bernhard.is Barnamót fyrir 6-10 ára sömu helgi. Samhliða mótinu mun Skíðadeild Breiðabliks halda barnamót fyrir börn á aldrinum 6-10 ára af öllu landinu. Í flokki 6-8 ára verður boðið upp á leikjabraut á laugardeginum og á sunnudeginum verður keppt í stórvigi. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í mótinu skrá sig sjálfir og fara á eigin vegum. Þátttökutilkynningar skulu berast í síðasta lagi föstudaginn 24. febrúar kl 22:00 á netfang: smari@valabol.is Hafi einhverjir áhuga á að ferðast og gista með 11-12 ára hópnum sem fer á meistaramótið eru þeir beðnir að senda póst á marsibil@simnet.is fyrir kl. 18:00 miðvikudaginn 22. febrúar.