Morgunfuglar í fjallinu.

Fallegt í fjallinu í morgunsárið
Fallegt í fjallinu í morgunsárið

Undanfarna daga hafa krakkarnir í 12 - 15 ára hópnum rifið sig í fjallið fyrir allar aldir. Æfingar eru keyrðar frá kl 06:00 - 07:30, eftir það fara krakkarnir velvöknuð í skólann. Hvort þetta sé fyrsti vorboðinn skal ósagt, en slik tímasetning á æfingum er algeng þegar líður á veturinn.

Krakkarnir eru að undirbúa sig fyrir UMÍ sem haldið verður á Ísafirði um komandi helgi.