Mótahelgi á enda.

Það var vorlegt í fjallinu á laugardaginn
Það var vorlegt í fjallinu á laugardaginn

Um helgina héldu skíðafélögin á Dalvík og Ólafsfirði sameiginlegt Bikarmót SKÍ sem einnig var alþjóðlegt FIS/ENL mót.  Keppendur voru ríflega 30 talsins og komu víða að. Keppt var í tveimur stórsvigum á laugardaginn og einu svigi í dag sunnudag. 

Mótið gékk mjög vel fyrir sig, þrátt fyrir að um tíma að menn teldu ólíklegt vegna veðurs að hægt yrði að keppa á laugardeginum, en annað kom á daginn. Töluverður hiti var í lofti og minnti frekar á góðan vordag og færi og aðstæður eftir því. En þrátt fyrir allt tókst að keyra allt samkvæmt plani. Var það álit allra sem að komu að mótið hafi verið gott og fóru allir glaðir og kátir heim eftir góða helgi í Böggvisstaðafjalli.