N1 Bikarmót SKI í flokki 13-14 ára 2. til 3 febrúar.

Skíðafélag Dalvíkur og Skíðafélag Ólafsfjarðar bjóða til N1 bikarmóts SKI í flokki 13 til 14 ára, haldið á Dalvík og á Ólafsfirði 2. og 3. febrúar nk. Keppt verður í svigi og stórsvigi. Endanleg ákvörðun um fyrirkomulag mótsins verður tekin miðvikudaginn 30.janúar, nánar hér á síðunni það kvöld. Skráningar í mótið þurfa að berast á netfangið skidalvik@skidalvik.is fyrir kl. 20:00 miðvikudaginn 30. janúar á eyðublaði sem finna má á heimasíðu SKI undir ýmislegt, merkt skráningareyðublað. Þar þurfa allar upplýsingar að koma fram sem beðið er um. Upplýsingar um gistimöguleika, veitingastaði og samgönur er að finna á heimasíðum bæjanna sem eru www.dalvik.is og www.olafsfjordur.is. undir ferðaþjónusta. Einnig er möguleiki að fá gistingu í skíðaskálanum Tindaöxl Ólafsfirði, upplýsingar um það er hægt að fá í síma 865-6042 og í skíðaskálanum Brekkuseli á Dalvík en þar gefur Bergljót upplýsingar í 4661010 eða í síma 8209408. Nánari upplýsingar um mótahaldið gefur Óskar Óskarsson: skario@simnet.is eða í síma 8983589 eftir kl. 20.00 á kvöldin. N1 Bikarmót, dagskrá: Föstudagur 1. febrúar: Kl. 19:00 Farastjórafundur. Nánar á www.skidalvik.is miðvikudaginn 30. janúar. Laugardagur 2. febrúar: Svig. Kl. 10:00 Fyrri ferð, stúlkur. Kl. 10:45 Fyrri ferð, drengir. Kl. 13:00 Seinni ferð, stúlkur. Kl. 13:45 Seinni ferð, drengir. Verðlaunaafhending strax að móti loknu. Farastjórafundur verður á mótsstað strax að móti loknu. Sunnudagur 3. febrúar: Stórsvig. Kl. 10:00 Fyrri ferð, drengir. Kl. 10:45 Fyrri ferð, stúlkur. Kl. 13:00 Seinni ferð, drengir. Kl. 13:45 Seinni ferð, stúlkur. Verðlaunaafhending strax að móti loknu við Brekkusel. Athugið að gefnir verða út lyftumiðar sem allir keppendur, þjálfarar og fararstjórar þurfa að vera með á sér til þess að komast í lyfturnar á skíðasvæðinu á Dalvík. Vinsamlegast ræðið þetta við ykkar fólk til þess að komast hjá óþægindum þegar lyfturnar eru notaðar. Mótshaldarar áskilja sér rétt til breytinga á dagskrá Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði. N1 styrkir Skíðafélögin á Dalvík og á Ólafsfirði.