Námskeið um umhirðu skíða

Fimmtudaginn 17. janúar verður námskeið um umhirðu skíða fyrir foreldra og skíðakrakka sem eru að stíga sín fyrstu skref á þessu sviði. Farið verður í grunnatriði er varða viðhald skíðanna og þá vinnu sem vinna þarf reglulega til að halda skíðunum góðum. Námskeiðið hefst kl. 20 og leiðbeinandi verður Snæþór Arnþórsson.