NOREGSFERÐ

Þá fer að líða að æfingaferð 13-16 ára keppendanna okkar en aðeins eru 18 dagar í brottför. Krakkarnir og foreldrar þeirra hafa lagt mikið á sig við undirbúning ferðarinnar og hófst fjáröflun strax í apríl síðastliðinn. Okkar maður í Geilo, Bjössi Víkings, hefur verið okkur innan handar með búnað og aðstöðu og erum við honum afar þakklát. Búist er við snjókomu í dag í Geilo og fyrstu lyfturnar opna núna um helgina. Skíðafélag Akureyrar verður einnig með sína keppnishópa 13 ára og eldri á sama tíma í Geilo og eiga hóparnir áreiðanlega eftir að hittast eitthvað. Við vonumst til að geta komist í netsamband á meðan á ferðinni stendur og til að setja inn fréttir og myndir.