Ný heimasíða Skíðafélags Dalvíkur í loftið.

Meðfylgjandi er ný uppfærð yfirlitsmynd af skíðasvæðinu, en myndin verður sett upp við Brekkusel og …
Meðfylgjandi er ný uppfærð yfirlitsmynd af skíðasvæðinu, en myndin verður sett upp við Brekkusel og sýnir skíðaleiðir, gönguskíðaleiðir, gönguleiðir og ýmsa þjónustuaðila á Dalvík.

Í dag var ný heimasíða Skíðafélags Dalvíkur sett í loftið. Stefna sá um gerð síðunnar ásamt fulltrúum félagsins og hefur vinna við síðuna staðið yfir í nokkrar vikur. 20 ár eru síðan fyrsta síðan fór í loftið og 16 ár eru síðan heimasíðan sem nú leggst af var gerð en það var árið 2002. Í tilefni þess var sett frétt á skidalvik.is og í dag rétt um 16 árum síðar kemur í ljós að aðeins þurfti að uppfæra fréttina til dagsins í dag og aðlaga hana örlítið að núverandi stöðu mála og hljóðar hún svo. 

Skíðafélag Dalvíkur hefur opnað nýja heimasíðu sem leysir eldri síðu félagsins af hólmi. Sú fór í loftið árið 2002 og sá Gunnlaugur Jónsson um gerð síðunnar. Fyrsta heimasíðan fór í loftið 1998 og áttu þeir Sveinn Torfason og Stian Watn sem þá voru þjálfarar hjá félaginu allan heiðurinn að henni. Síðan frá 2002 er barn sins tíma en hefur verið ótrúlega mikið notuð og sýnir að félögum er nauðsynlegt að hafa heimasíðu. Nýju síðunni er ætlað að veita upplýsingar um félagið og skíðasvæðið og var leitast við að hafa hana sem allra einfaldasta. Innan fárra daga verður sett upp myndavélakerfi á svæðið og verður hægt að kíkja á aðstæður, meðal annars séð frá Brekkuseli eins og verið hefur í rúm 15 ár og fylgjast með veðri og vindum.  Það er von okkar að síðan verði góður upplýsingamiðill fyrir þá sem vilja fylgjast með starfi Skíðafélags Dalvíkur og afla sér upplýsinga um skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli.