Nýji snjótroðarninn klár.

Í dag var unnið að því að setja nýja snjótroðara félagsins saman. Því verki lauk seinnipartinn og verður hann prufaður á morgun. Hér er staddur maður frá framleiðanda Pisten Bully. Troðarinn er af gerðinni Kandahar 300 og ljóst að um algera byltingu verður að ræða fyrir skíðasvæðið hér á Dalvík. Myndir á myndasíðunni af troðaranum.