Nýjir skíðajakkar

Hópurinn sem var mættur við afhendingu jakkanna, ásamt styrktaraðilum.
Hópurinn sem var mættur við afhendingu jakkanna, ásamt styrktaraðilum.

Í gær var kátt í Brekkuseli, en þá fengu iðkendur afhenta nýja skíðajakka. Foreldrafélagið hefur undanfarnar vikur skipulagt jakka-kaupin, og fengu þau frábærar undirtektir. Krakkar í 1.- 10.bekk fengu jakkana að kostnaðarlausu, en öðrum bauðst að kaupa sér jakka. Verkefnið var styrkt af velunnurum félagsins Electró, GS-frakt og Veisluþjónustu Þulu, þá kom Minningarsjóður Daníels Hilmarssonar einnig myndarlega að verkefninu.