Nýjustu fréttir varðandi sóttvarnir og fjöldatakmarkanir.

Í ljósi nýrra frétta af hertum sóttvarnar aðgerðum þá hefur þetta helst eftirfarandi áhrif á 
Skíðasvæði Dalvíkur:

 • Svæðið má taka við 50% af hámarksfjölda á svæðið í einu.
  Við munum loka fyrir sölu lyftukorta ef stefnir í slíkt.
  Þess ber að geta að aðeins einu sinni síðasta vetur þurftum
  við að loka fyrir sölu. Þannig að þetta er ekki stór vandi fyrir okkur.
 • Það er 10 manna samkomutakmörkun hjá okkur innan dyra og því
  óskum við eftir því að fólk staldri ekki við inni í skíðaskálanum
  lengur en þurfa þykir og munum við vísa fólki frá ef fleiri en 10
  eru innan dyra.
 • Þá er grímuskylda innan dyra og í lyfturöð og gætum 2m reglunnar.