Nýr vélsleði tekin í gagnið

Skíðavæðið á Dalvík fjarfesti nýlega í nýjum vélsleða, þetta er löngu tímarbær endurnýjun á gamla sleðanum sem komin er til ára sinna eða 10 ára gamall. Fyrir valinu varð Yamaha Viking vélsleði frá Arctic Trucks. Þessir sleðar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt sem einfaldir vinnusleðar, hann er loftkældur með 540cc mótor, hátt og lágt drif með bakkgír og rafstarti. Þetta er vélsleði að einföldustu gerð sem hannaður er til að endast og bila lítið. Mest erum við þó hrifin af litnum á honum og passar hann vel við nýju skiltin okkar sem minna okkur á að fara öllu með gát í brekkunum.