Öldungamót!

Öldungamót í stórsvigi verður haldið á fimmtudaginn 17. apríl n.k. (skírdag). Keppt verður í flokki öldunga 25-39 ára, (f. 1975-1989) og 40 ára og eldri (f. 1974 og fyrr). Skráning fer fram á staðnum og öllum er heimil þátttaka í öldungarmótinu, innfæddum jafnt sem brottfluttum og ekki síst gestum sem hafa um langan veg að fara. Dagskrá: 17:30 Skráning og afhending númera í Brekkuseli 18:00 Start fyrri ferð. Seinni ferð hefst strax að lokinni fyrri ferð. Verðlaunaafhending fer fram í Brekkuseli að lokinni keppni. Léttar veitingar til sölu á góðu verði! Að loknu móti er fjallið opið fyrir fullorðna frá kl. 20:00-22:00, sjá nánar auglýsingu á www.skidalvik.is