Opnun næstu dag og um páskana.

Skíðasvæðið á Dalvík verður opið um páskana þrátt fyrir að snjóalög séu ekki með besta móti. Hér hefur snjórinn minkað töluvert síðustu daga en þrátt fyrir það ætlum við að gera allt til þess að þeir sem vilja koma til okkar á skíði geti rennt sér í fjallinu. Á efra svæðinu eru aðstæður góðar og þá sérstaklega leiðin norður fyrir efri lyftuna og alveg niður í neðri lyftuna. Þá eru lyftu og skálabrekkurnar á efra svæðinu í góðu lagi. Á neðra svæðinu er minni snjór en þrátt fyrir það alveg vandalaust að vera á skíðum. Opnun næstu daga og um páskana: Þriðjudaginn 22 mars og Miðvikudaginn 23 mars er opið frá kl. 12:00 til kl. 18:00. Frá fimmtudegi, skírdegi, til annars dags páska verður opið frá kl. 10:00 til kl. 17:00 Ef óskað er eftir nánari upplýsingum er hægt að fá þær á skíðasvæðinu í síma 4661010 eða hjá Jóni Halldórssyni svæðisstjóra í síma 8618875. Þá verða upplýsingar á textavarpinu á síðu 543, símsvara svæðisins sem er 8781606 og á mbl.is.