Páskar skíðasvæði Dalvíkur

Páskar á Skíðasvæði Dalvíkur
Miðvikudagur opið 14:30 – 19:00
Dalvíkurmót Stórsvig allir aldurs flokkar.

 

Fimmtudagur opið 10:00 – 16:00 og 20:00 – 22:00
Krakkakvöld / tónlist í fjalli, eldstæði, sykurpúðar til að grilla og kakó úti á skafli.

 

Föstudagur opið 10:00 – 16:00
Furðufatadagur nú draga allir fram gamla skíðagallann, lopapeysurnar eða kósí gallann. Allir sem mæta í búning fá glaðning og fara í lukkupott. Kakó í boði uppi í efra húsi og
samhliðasvigsbraut.

 

Laugardagur opið 10:00 – 16:00
Páskaeggjaleit, lifandi tónlist frá 15 – 16, þrautabraut fyrir börnin.

 

Sunnudagur opið 10:00 – 16:00
Páskaeggjamót fyrir 8 ára og yngri, kaffi hlaðborð foreldrafélagsins, bjartur og kanína mæta á svæðið.

 

Mánudagur opið 10:00 – 16:00
Firmakeppni og grillaðar pylsur.

 skidalvik páskar