Reglur skíðasvæðisins.

Þá eru nýjustu tilmæli klár.
Hér eru reglurnar.
 
1. Tveggja m. regla allsstaðar á svæðinu og grímuskylda í og við hús og - í og við biðraðir. Við munum framfylgja þessari reglu stíft og verður grímulausum vísað af svæðinu.
 
2. Svæðið getur tekið á móti hámarki 100 manns fæddum 2004 og fyrr og að sjálfsögðu börnum. Fari fjöldi á svæðinu nálægt hámarki stöðvast kortasala og munum við auglýsa það á samfélagsmiðlum og heimasíðu.
 
3. Það eru engar veitingar til sölu og ekki er heimilt að neyta matvæla innanhúss, það geta komist tveir í einu á hvort salernið fyrir sig, karla og kvenna. Hámarksfjöldi í Brekkuseli er 20 manns.
 
4. Í skíðaskálunum Brekkuseli eru allir snertifletir sótthreinsaðir 2 sinnum á dag, og staðir sem mæðir mikið á, oftar en svo.
 
5. Skíðaleigan verður opin en aðeins fyrir einn gest í einu eða 1 fjölskyldu í einu. Biðjum við gesti að gæta 2m reglu í biðröð. Allur leigður búnaður er sótthreinsaður eftir notkun.
 
Við viljum biðla til almennings að skíða sem mest í heimabyggð, þannig höldum við sóttvörnum á sem bestan máta. Við viljum skíða í allan vetur og þar hafið þið gestir góðir stóra ábyrgð.
Við erum öll saman í þessu.
Gleðilegan skíðavetur.

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item44163/Lei%C3%B0beiningar%20fyrir%20sk%C3%AD%C3%B0asv%C3%A6%C3%B0in,%202.%20%C3%BAtg._14.01.2021.pdf