Reglur skíðasvæðisins í Böggvisstaðafjalli.

Hér eru reglur sem gilda á skíðasvæðinu í Böggvisstaðafjalli. Rétt er að benda sérstaklega á fyrstu regluna en hún varðar hjálmanotkun á skíðasvæðinu. IÐKENDUR ERU Á SKÍÐUM Á EIGIN ÁBYRGÐ OG BER IÐKENDUM 12 ÁRA OG YNGRI AÐ NOTA ÖRYGGISHJÁLMA. BENT SKAL Á AÐ EF BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI ERU HJÁLMLAUS Í BREKKUNUM ER ÞAÐ ALGJÖRLEGA Á ÁBYRGÐ FORELDRA og forráðamanna ÞEIRRA. BANNAÐ ER AÐ FARA FRAM FYRIR AÐRA EÐA HLEYPA ÖÐRUM FRAM FYRIR SIG Í LYFTURÖÐUNUM NEMA ÞJÁLFARAR EÐA LYFTUVERÐIR ÁKVEÐI ANNAÐ. BANNAÐ ER AÐ SITJA Í LYFTUSPORINU OG Í TROÐNUM SKÍÐALEIÐUM. ÞÁ ER BANNAÐ AÐ SKÍÐA Í OG YFIR LYFTUSPORIÐ. ÖLL HOPP, BEYGJUR, OG ANNAÐ SLÍKT ER BANNAÐ Á LEIÐINNI UPP MEÐ LYFTUNUM. REIMAR, TREFLAR, AXLABÖND OG ANNAR FLAKSANDI FATNAÐUR GETUR VALDIÐ SLYSUM OG ER ÞVÍ EKKI LEYFÐUR Í LYFTUNUM. BRETTAFÓLK Á AÐ HAFA AFTARI FÓTINN LAUSAN MEÐAN FERÐAST ER UPP MEÐ LYFTUNUM. BRUN OG ANNAR GLANNASKAPUR ER BANNAÐUR Á SKÍÐASVÆÐINU. BANNAÐ ER AÐ LEGGJA BRAUTIR OG BYGGJA STÖKKPALLA NEMA MEÐ ÞJÁLFARA EÐA MEÐ LEYFI LYFTUVARÐA. SKÍÐI OG STAFI Á EKKI AÐ SKILJA EFTIR LIGGJANDI VIÐ BREKKUSEL. GANGA SKAL FRÁ ÞEIM Í SKÍÐAGRINDURNAR. HENDIÐ EKKI RUSLI Á VÍÐAVANGI. SÉU REGLURNAR EKKI VIRTAR GETUR ÞAÐ ORSAKAÐ BROTTREKSTUR AF SKÍÐASVÆÐINU. SKÍÐAFÉLAG DALVÍKUR