SKÍÐAÆFINGAR

Þá er komið að því að skíðaæfingar fyrir 7.bekk og yngri hefjist. Margir hafa verið duglegir að mæta á skíði yfir hátíðirnar og hita sig upp. Fyrsta æfingin fyrir alla aldurshópa verður mánudaginn, 3.janúar en æfingar hefjast samkvæmt æfingatöflu miðvikudaginn, 5.janúar. Smellið á "Æfingar og mót" til að fá upplýsingar um tímasetningar fyrir viðkomandi flokka. Upplýsingar um byrjendakennslu koma síðar.