Skíðaferð til Noregs.

Krakkarnir sem eru á leið til Noregs í æfingaferð 8.-22. desember eru búinn að vera á fullu í fjáröflunum í allt sumar og hafa foreldrar þeirra stutt við bakið á þeim. Þau hafa meðal annars tekið að sér alls kyns þrif, lóðarumhirðu og sölu á hverskyns varningi. Síðan hafa verið seldar dýrindis fiskibollur sem hafa slegið í rækilega í gegn. Krakkarnir halda síðan utan 8. desember ásamt Höllu Steingrímsdóttur sem verður fararstjóri og hitta Guðnýju þjálfara.