Skíðaleigan endurnýjuð.

Allt á sínum stað í nýju aðstöðunni.
Allt á sínum stað í nýju aðstöðunni.

Á haustdögum var ákveðið að fara í endurbætur á skíðaleigu félagsins. Ákveðið var að stækka aðstöðuna ásamt því að endurnýja búnað að töluverðu leiti. 

Skíðaleigan var stækkuð um helming ásamt því að aðstaða fyrir ýmislegt tengt rekstri svæðisins var bætt við inn af skíðaleigunni. Keypt voru inn ný skíði ásamt skóm og núna eru um 70 pör af skíðum til ráðstöfunar í leigunni. Þrátt fyrir að veturinn hafi farið rólega af stað, hefur verið nóg að gera í skíðaleigunni. Gestir hafa látið vel af, enda stórbæting á aðstöðu fyrir gesti til að máta og finna réttu græjurnar.