Skíðasvæðið opnar á morgun laugardag 4.janúar

Skíðasvæðið opnar á morgun laugardag.

Á morgun laugardaginn 4. Janúar verður skíðasvæðið opnað í fyrsta skiptið í vetur. Opið verður frá 12:00 til 16:00 og að venju er frítt í fjallið á fyrsta opnunardegi.

Opið verður í Ingubakka, Barnabrekku og Neðri Lyftubrekku en þó aðeins niður að 3 mastri. Að Brekkuseli þarf fyrst um sinn að renna sér niður Barnabrekkuna norðan við 3 mastur. Ástæðan fyrir þessu fyrirkomulagi eru framkvæmdir við nýbyggingu sunnan Brekkusels. Hefðbundin leið að Brekkuseli niður Neðri Lyftubrekku verður fær á næstu dögum. Við biðjum því alla sem koma á skíði að taka tillit til þessara aðstæðna og fara varlega. Ekki hægt að ábyrgjast að fullu að snjórinn hylji allt og biðjum við því skíðafólk að taka tillit til þess.

Vetrarkortasalan hefst einnig á morgun laugardag.

Opnun næstu daga verður sett á miðla félagsins á morgun.