Skíðasvæðið opnar á næstu dögum.

Skíðasvæðið opnar á næstu dögum.
Nú er mjög stutt í að við getum opnað skíðasvæðið eftir að hafa framleitt mikið af snjó
síðustu dagana á árinu. Unnið er að því að ýta framleidda snjónum út en það tekur
töluverðan tíma. Að því loknu verður neðri lyftan opnuð og skíðaæfingar hefjast. Nánari
upplýsingar verða settar á miðla félagsins þegar allt er klárt. Verið er að undirbúa opnun efri
lyftu sem getur orðið fljótlega eftir næstu helgi en viðgerð á efra lyftuhjóli líkur á næstu
dögum.
Bilun í símkerfi.
Eins og staðan er í dag er símasambandslaust við skíðasvæðið og því ekki hægt að hringja í
4661010. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Unnið er að
viðgerð sem ætti að ljúka á næstu dögum.
Breyttar aðstæður við Brekkusel.
Eins og áður hefur komið fram hafa miklar framkvæmdir staðið yfir og eru enn í gangi á
svæðinu og er nýtt hús risið sunnan Brekkusels. Við biðjum því þá sem koma á skíðasvæðið
og eru á ferðinni á svæðinu að fara varlega.
Stækkun bílastæðis.
Búið er að stækka bílastæðið neðan Brekkusels umtalsvert til norðurs en það er fyrsti
áfanginn að frekari stækkun stæðisins.

Troðsla á brekkum.
Áður hefur verið sagt frá því að það er komin annar snjótroðari á skíðasvæðið. Á troðaranum
er spil með 990 metra löngum vír sem er notaður til þess að halda í troðarann á niðurleið og
draga hann upp brekkurnar. Við þessar aðstæður getur skapast mikil hætta ef mannaferðir
eru nálægt vírnum á meðan troðslu stendur. Sett verða upp skilti og blikkljós til að vara við og
láta vita þegar spilið er í notkun og þá eru mannaferðir bannaðar á svæðinu.