18.11.2010
Um helgina verður Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli opnað í fyrsta skiptið í vetur rúmum fimm vikum fyrr en síðasta vetur en þá var svæðið opnað 27 desember. Á laugardaginn verður frítt á svæðið en á sunnudaginn verður innheimt samkvæmt verðskrá. Fyrst um sinn verður neðri lyftan opin. Athugið að á sunnudaginn verður miðasölukerfið, þar með talið hliðið komið í notkun og þurfa því allir að vera búnir að ganga frá lyftugjöldum til þess að komast á skíði.
Það verður opið báða dagana frá kl. 12:00 til 16:00. Nánari upplýsingar um opnum og æfingar til 1.desember verða settar inn á næstu dögum.