Skíðavertíðin hafin hjá elsta æfingahóp Skíðafélagsins.

Hópurinn sem mætti í Hlíðafjall í dag, en á myndina vantar Torfa Jóhann sem var á æfingu með SKA.
Hópurinn sem mætti í Hlíðafjall í dag, en á myndina vantar Torfa Jóhann sem var á æfingu með SKA.

Í dag hófst skíðavertíðin hjá elsta æfingahóp Skíðafélagsins, en hluti af æfingahópnum 12 ára og eldri skellti sér í Hlíðarfjall á fyrstu skíða-æfingu vetarins. Aðstæður á efra svæði Hlíðarfjalls eru orðnar mjög góðar og veður og færi í dag mjög gott.

Stefnt er á að hópurinn fari í Hlíðarfjall um helgar þangað til að við fáum nægan snjó á svæðið okkar, en það eru blikur á lofti að það gæti gerst í næstu viku ;).  Hluti af hópnum komst ekki með í þetta skiptið þar sem að einhverjar tær höfðu stækkað síðan sl. vetur.